Public Domain Mark

Creative Commons has updated its Master Terms of Service and Master Privacy Policy, effective November 7, 2017. Before continuing on our websites or using our services, please review.
Þú ert að nota tól sem ætlað er til þess að merkja verk sem eftir því sem best er vitað laust undan takmörkunum höfundaréttar. Creative Commons mælir ekki með þessu tóli til þess að merkja verk sem lúta takmörkunum höfundaréttar í einhverri lögsögu þó að það sé í almenningi í annari. Ef þú vilt gefa þitt eigið verk í almenning þá mælium við með CC0 almenningsyfirlýsingunni.

Með almenningsmarkinu getur þú merkt verk sem ekki lútir skilmálum höfundaréttar svo að vitað sé og þannig komið þeirri stöðu skýrt á framfæri. Ef það er rétt notað þá gerir almenningsmarkið það auðveldara að finna verkið og veitir mikilvægar upplýsingar um það.

Almenningsmarkið er ætlað til notkunar með gömlum verkum sem eru laus undan höfundarétti á heimsvísu eða með verkum sem hafa örugglega verið færð undir almenning af rétthöfum áður en höfundaréttur rann út. Það ætti ekki að nota það til þess að merkja verk sem eru í almenningi í sumum lögsögum en ekki öðrum. Að svo stöddu mælir Creative Commons ekki með því að nota almenningsmarkið til þess að merkja verk sem háð eru ólíkum skilyrðum eftir lögsögu en þróun merkinga fyrir slík verk stendur yfir. Þú ættir að leita lögfræðilegrar ráðgjafar ef þú ert ekki viss um hvort að almenningsmarkið eigi við verkið sem þú hefur í huga.

Vinsamlegast athugaðu að þetta er ekki skráningarferli og Creative Commons varðveitir engar af þeim upplýsingum sem þú gefur upp. Þetta tól leiðir þig í gegnum ferlið til þess að búa til HTML-kóða með inniföldum lýsigögnum sem merkja verkið sem þú hefur bent á að sé í almenningi. Verkið verður ekki tengt við almannamarkið nema þú gerir það og merkir verkið.

Fræðast frekar byrja »